Global Business Watch
SEE OTHER BRANDS

The latest news on business and economy

Stærstu flugfélög heims leysa flugraskanir í samstarfi við AviLabs á Íslandi

Summit creators Sveinn Akerlie, Simon Dempsey and Matthew Walker; content lead, Pragya Shail and summit project manager, Anna Richardson.

From right to left, summit creators Sveinn Akerlie, Simon Dempsey and Matthew Walker; content lead, Pragya Shail and summit project manager, Anna Richardson.

Fulltrúar fleiri en 40 flugfélaga víðsvegar að úr heiminum koma saman í Hörpu á Íslandi dagana 9-10 September á ráðstefnunni Grounded sem er haldin í annað sinn

Einmitt þess vegna er Grounded ómissandi; ráðstefnan er vettvangur samstarfs til þess bæta geirann sem heild.”
— Diederik-Jan Bos, forstöðumaður flugáhafnar hjá SAS
REYKJAVIK, ICELAND, September 11, 2025 /EINPresswire.com/ -- Fulltrúar fleiri en 40 flugfélaga víðsvegar að úr heiminum koma saman í Hörpu á Íslandi dagana 9.-10. september á ráðstefnunni Grounded sem er haldin í annað sinn. Grounded er eina ráðstefnan á heimsvísu þar sem ljósinu er varpað á flugraskanir og hvernig flugfélög geti betur leyst úr ferðarofi farþega.

Íslenski frumkvöðlafyrirtækið AviLabs stendur að Grounded og er leiðandi í þróun lausna sem veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi. Að baki AviLabs eru íslenskir fjárfestar, þar á meðal Frumtak og Brunnur.

Stærstu flugfélög beggja vegna Atlantshafs sækja Grounded

Á Grounded koma saman stjórnendur og sérfræðingar frá leiðandi og sumum af stærstu flugfélögum heims á borð við United Airlines, Southwest, British Airways, Air Asia, Emirates, og Delta og verða fulltrúar beggja íslensku flugfélaganna, Play og Icelandair einnig viðstaddir. Fulltrúar allra flugfélaganna eiga það sameiginlegt að koma að úrlausn flugraskana hjá sínum félögum hvort sem það snýr að upplýsingatækni, viðskiptavinum, rekstri, fjármálum, nýsköpun eða öðrum þáttum.

Samanlegt flytja þau flugfélög sem taka þátt í Grounded um 30% allra farþega á heimsvísu.

Diederik-Jan Bos, forstöðumaður flugáhafnar hjá SAS

"Öll þau sem koma að flugrekstri vita að jafnvel þótt öll flug á vegum eigin félags væru á tíma og án raskana, þá gætu raskanir hjá öðru flugfélagi engu að síður haft áhrif á okkar flugáætlun. Einmitt þess vegna er Grounded ómissandi; ráðstefnan er vettvangur samstarfs til þess bæta geirann sem heild.”

Jonna Vermilä-Alajääski, yfirmaður flugraskana hjá Finnair

"Flugfélög eru meðvituð um mikilvægi þess og þær miklu áskoranir sem felast í því að meðhöndla flugraskanir betur. Grounded ráðstefnan á Íslandi er einstök upplifun sem býður okkur upp á framúrskarandi tækifæri til tengslamyndunar og lærdóms fyrir öll þau sem sinna stjórnun flugraskana.”

Sveinn Akerlie, stofnandi og framkvæmdastjóri AviLabs

“Grounded er einstakur vettvangur þar sem við setjum með stolti arfleifð Íslands í flugi, leiðandi hlutverk okkar við þróun lausna vegna flugraskana, og öflugt nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfi í kastljósið. Þátttakan á ráðstefnunni er fyrsta flokks og við bjóðum velkomna leiðtoga frá yfir 40 flugfélögum á heimsvísu þar á meðal sum af þeim allra stærstu. Þessi gríðarlega þátttaka er til marks um metnað fluggeirans að umbreyta öllu því sem kemur að flugröskunum.”

Um Grounded
Grounded er eina flugráðstefnan sem er alfarið helguð því að leysa ferðarof flugfarþega. Ráðstefnan var sett á laggirnar árið 2024 af Plan3 [AviLabs] og leiðir saman stjórnendur flugfélaga til að stuðla að umræðum um áhrif raskana á upplifun farþega og þróun lausna við ferðarofi. Með því að einblína á fyrirbyggjandi, gagnadrifnar aðferðir stefnir Grounded að því að endurskilgreina hvernig flugfélög nálgast stjórnun raskana og umbreyta áskorunum í tækifæri til að auka tryggð og ánægju viðskiptavina og rekstrarhagkvæmni.

Sveinn Akerlie
AviLabs [creators of Grounded & Plan3]
email us here
Visit us on social media:
LinkedIn
Instagram
Facebook
YouTube
TikTok

Legal Disclaimer:

EIN Presswire provides this news content "as is" without warranty of any kind. We do not accept any responsibility or liability for the accuracy, content, images, videos, licenses, completeness, legality, or reliability of the information contained in this article. If you have any complaints or copyright issues related to this article, kindly contact the author above.

Share us

on your social networks:
AGPs

Get the latest news on this topic.

SIGN UP FOR FREE TODAY

No Thanks

By signing to this email alert, you
agree to our Terms & Conditions